Skip to main content

Verkefni árið 2023

Skjólið                                                                    Heilsa og fæðuöryggi - Valdefling kvenna
Systur safna fötum, aðallega hlýjum fötum og afhenda starfskonum Skjólsins til úthlutunar að hausti. Einnig afhenda þær starfskonum Skjólsins jólagjafir til kvennanna, t.d. snyrtivörur og annað til að gleðja þær sem dvelja hjá þeim yfir jólin. Starfstúlkurnar pakka þeim sjálfar inn.
Það vantar alltaf hlýjan fatnað fyrir skjólstæðinga Skjólsins og kviknaði því hugmynd um að virkja prjónahóp klúbbsins til að prjóna trefla og annan slíkan fatnað handa konunum sem leita í Skjólið.

Alzheimer kaffi                                                                            Heilsa – Boðun
Klúbbar á Reykjavíkursvæðinu tóku sig saman um að taka þátt í mánaðarlegu kaffi fyrir Alzheimersamtökin. Bakka og Selja klúbbur sá um kaffið 23. mars, systur bökuðu og sáu um að bera fram kaffi og meðlæti og ganga frá. 10 systur tóku þátt í atburðinum.

Eldri borgara kaffi á upptstigningardag                               Boðun
Bakka og Selja klúbbur hefur séð um kaffið eftir messu á uppstigningardag, eða dag aldraðra í fjöldamörg ár. Fyrst annað hvert ár á móti kvennfélaginu, en nú á hverju ári með kvennfélaginu. Við gerum þetta sem þakklæti fyrir að fá aðstöðu í safnaðarheimili kirkjunnar fyrir klúbbastarf okkar og einnig til að ljá nær samfélagi okkar lið. þetta má einnig kalla boðunarverkefni þar sem við erum einnig að kynna okkur og starf okkar innan nærsamfélagsins. Bakka og Selja klúbbur sér um kaffið 18. maí, systur baka eða kaupa meðlæti með kaffinu og sjá um að bera það fram. Þær taka síðan þátt í atburðinum og ganga frá.

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur í hverfinu       Menntun - Valdefling
Námskeiðið verður haldið af fagaðila sem fjallar um hvað hugtakið sjálfsmynd merkir, hvernig hægt er að læra að þekkja eigin sjálfsmynd og hvernig hægt er að fyrirbyggja að sjálfsmynd þróist í neikvæða átt. Námskeiðið yrði byggt á bókum og kennsluefni sem leiðbeinandinn hefur þróað. Einnig mun hann koma með kennsluefni og stýra leikjum á námskeiðinu.
Samstarf er við námsráðgjafa Seljaskóla eða Ölduselsskóla, en kirkjan lánar okkur húsnæði. Námskeiðið verður haldið 21. ágúst. Systur taka þátt ef til vill, en útfærsluna þarf að ræða þegar nær dregur.

16 daga átakið   26. okt, - 10. des                                                  Ofbeldi gegn konum
Alþjóðlegt verkefni til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi. Getur orðið margþætt verkefni.

Gugga
Ráðist var hrottalega á Guggu þegar hún var unglingur og hlaut hún mikinn skaða. Er hún bundin við hjólastól. Klúbburinn hefur stutt ötullega við bakið á þeim mæðgum og veitt Guggu fjárstyrki í mörg ár, en endurskoðar nú hvernig best er að halda áfram stuðningi við hana.
Guggu var boðið á vinkvennafund 8. mars og einnig buðu systur henni á Nauthól 29. Mars. Ellefu systur áttu þar notalega stund. Áfram verður hún aðstoðuð við að komast í annað húsnæði og fá frekari sjúkraþjálfun. Einnig veitum við athygli á ferðasjóð Guggu á Facebook.