Skip to main content

Bakka- og Selja systur á jólafundi 2017

Sumarlegar göngusystur

Þjóðarblómið holtasóley

    Kynning á Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar

    Gestur fundarins 12. september 2024 var Guðríður Sigurðardóttir, en hún er formaður stjórnar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Hún sagði okkur frá tilgangi sjóðsins og úthlutunarreglum og reifaði nokkrar sögur um gagnsemi hans fyrir ungar einstæðar mæður sem hafa þannig fengið tækifæri til mennta. . Í máli hennar kom fram að sjóðurinn hefur veitt um 600 styrki til rúmlega 300 kvenna. Með því að styrkja konur til náms er verið að styrkja börn konunnar og komandi kynslóðir á sama tíma. Fjármögnun sjóðsins byggist á styrkjum frá velunnurum og fjáröflun á mæðradaginn. Á vefsíðunni www.menntunarsjodur.is er hægt að fræðast meira um sjóðinn og þar eru meðal annars viðtöl við þrjá styrkþega.

     

    Norrænir vinadagar í maí 2024

    Norrænirvinadagar soroptimista voru haldnir í kóngsins Kaupmannahöfn dagana 30.-31. maí. 2024.
    Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir og Ingibjörg Jónasdóttir áttu frábæra daga með 80 konum frá Íslandi. Næstu Norrænu vinadagar verða í Turku í Finnlandi 2026.

    Vinadagar_KBH.pngVinadagar_KBH_2.png

    Vorferð klúbbsins á Skipaskaga

    Árleg vorferð systra og maka þeirra var farin 29. maí 2024. Skemmti- og ferðanefnd skipulagði enn eina frábæra ferð undir leiðsögn sr. Eríks Jóhannssonar, eiginmanns Sigríðar Helgu.
    Að þessu sinni lá leiðin upp á Skipaskaga og vitinn, byggðasafnið og Guðlaug á ströndinni heimsótt. Og að sjálfsögðu var endað í dýrindismat á Galito, þar sem mikið var spjallað.

    Kaffiveitingar á degi aldraðra maí 2024

    Systur sjá um kaffi á uppstigningardegi, degi aldraðra í Seljakirkju, nú á hverju ári í samstarfi við Kvenfélagið og er þetta frábær samvinna.
    Hér má sjá mynd af þessu glæsilega kaffihlaðborði (heitu réttirnir eru í ofninum) og er nú beðið eftir gestunum.

    Veitingar_Seljakirkju.png