• Bakka- og Selja systur á jólafundi 2017

 • Sumarlegar göngusystur

 • Þjóðarblómið holtasóley

  Vefnámskeið númer 2

  Þórunn Hálfdanardóttir vefstjóri hélt annað vefnámskeið í Reykjavík fyrir ritara og/eða nettengla klúbba. Þátttakendur að þessu sinni voru 9 systur og voru þær áhugasamar um að læra á nýjan vef, systur.is. Þar verður hver klúbbur með sinn vef og konur geta skoðað efni sem tilheyrir þeirra klúbbi og kynnt sér hvað aðrir klúbbar taka sér fyrir hendur.
  Þriðja námskeiðið verður haldið á Akureyri.

  Vefnamskeid 2

  Áhugasamar systur 

  Skemmtilegt vefumsjónarnámskeið

  Þórunn Hálfdánardóttir, frá systraklúbbi okkar á Egilsstöðum, hélt fróðlegt námskeið fyrir þær systur sem sjá um vef klúbbanna, laugardaginn 3. nóvember í sal Blaðamannafélags Íslands við Síðumúla. Vel var mætt á fundinn en þrjár systur frá Bakka- og Seljaklúbbi mættu, þær Valgerður Þórðardóttir, Inga Rún Ólafsdóttir og Anna Dís Ólafsdóttir.  

  Farið var yfir nýtt vefumsjónarkerfi á fundinum sem Þórunn hefur sett upp og systrum kennt að nota það.    

   

   

  Kökubasar í Mjóddinni

  Bakka- og Seljaklúbbur stendur fyrir kökubasar í Mjóddinni fimmtudaginn 29. nóvember og hefst hann kl. 11.30.
  Basarinn verður með svipuðu sniði og á síðasta ári og á boðstólum verða heimabakaðar smákökur, kleinur, pönnukökur og fleira.
  Allur ágóði rennur til íbúðabyggingar Kvennaathvarfsins.

  Kokubasar smakokur 2018