Skip to main content

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur

Soroptimistasystur héldu sjálfsstyrkingarnámskeið fyir ungar stúlkur í ágúst 2023. 

Hugmyndin að verkefninu kom frá Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa sem hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur í mörg ár með góðum árangri. Bakka og Selja klúbburinn ákvað að halda sambærilegt námskeið og reynslan af því yrði svo metin.

Námskeiðið var kynnt stúlkum í  Seljaskóla og Ölduselsskóla sem voru að hefja skólagöngu í 7. bekk. Alls tóku 21 stúlka þátt í námskeiðinu sem haldið var í Seljakirkju klukkan 10-16 í ágústmánuði 2023.  Kristín Tómasdóttir sálfræðingur hélt námskeiðið en hún hefur mikla reynslu af því að halda námskeið og vinna með ungu fólki. Námskeiðið þótti takast vel og var þátttakendum að kostnaðarlausu.

Verkefnið fellur undir menntun og valdeflingu kvenna