Vinkvenna- og fjáröflunarfundur
Þann 8. mars 2023 héldum við vinkvenna- og fjáröflunarfund á alþjóðlegum baráttudegi kvenna undir slagorðinu „Hvar kreppir skórinn?” Guðrún Erla Björgvinsdóttir kynnti Soroptimistahreyfinguna af sinni alkunnu snilld, en gestur fundarins var Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur og prófessor emerita. Guðrún lýsti skilningi sínum á hugtakinu „valdefling“, en það var yfirskrift fundarins. Hún sagði marga tengja það við völd og peninga en telur sjálf að það tengist fremur þróun einstaklingsins gegnum lífið og í samskiptum við aðra. Guðrún starfaði sem forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands sem rann síðar inn í Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands og varð þá forstöðumaður hennar. Hún hefur einnig starfað með Hollvinum Grensásdeildar og er formaður samtakanna. Kjalar Martinsson Kollmar skemmti systrum og vinkonum þeirra með söng og leik. Snæddur var góður matur og dregið í happdrætti. Skemmtinefnd og fjáröflunarnefnd eiga þakkir skyldar fyrir frábæran fund.