Skip to main content

Frábært fjáröflunarkvöld

 Fjaroflunarkvold

Fjáröflunarkvöld Bakka og Selja klúbbsins sem fram fór þann 13. mars, tókst með eindæmum vel.  Systur hófu kvöldið með fordrykk og eftir lok fundarsetningar léku Halli og Vigdís hugljúf lög.  Veislukvöldverður að hætti Hectors Gabriéls fylgdi í kjölfarið.  

Síðan tók Erla Svanhvít Árnadóttir til máls og útskýrði hlutverk Sorotimista.  Því næst sagði Kristín Norðfjörð  frá Kvennaathvarfsverkefni Bakka og Selja klúbbsins en allur ágóði fjáröflunarkvöldsins rann til nýbyggingar Kvennaathvarfsins.

Klúbbsystur og vinkonur þeirra skemmtu sér síðan konunglega í bingói kvöldsins sem skartaði afar glæsilegum vinningum.