Skip to main content

Fjáröflunar- og vinkvennafundur í mars 2024

Þann 13. mars 2024 héldum við árlegan vinkvenna- og fjáröflunarfund þar sem Rannveig Thoroddsen var veislustjóri.
Skemmtinefnd tók á móti gestum með fordrykk og fjáröflunarnefnd sá um sölu á söluvörum klúbbsins.
Gestur fundarins var Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur sem býr í Gnúpverjahreppi og vinnur hjá Landi og skógi. Sigþrúður hefur helgað líf sitt verndun Þjórsárvera og unnið markvisst að vitundarvakningu um einstæða náttúru þess. Sigþrúður sagði frá mikilvægi jarðvegs sem gleymist oft. Hann sér okkur mannfólkinu og dýrum fyrir fæðu, ásamt því að vera undirstaða gróðurs og vistkerfa. Hún sagði jafnframt frá og sýndi myndir úr vinnuferðum, ferðalögum á hálendi og úr Þjórsárverum og nágrenni. Þar lýsti hún stórbrotnu landslagi Þjórsárvera sem einstæðu vistkerfi á heimsvísu en þau eru ein stærsta og jafnframt ein einangraðasta gróðurvin á miðhálendi Íslands, ásamt því að vera eitt helsta varpland heiðagæsar í heiminum.
Rannveig sagði systrum og gestum þeirra í stuttu máli sögu soroptimista. Rannveig fjallaði um uppbyggingu soroptimistasamtakanna sem alþjóðlegra samtaka og sagði frá verkefnum samtakanna, bæði verkefnum sem Landssambandið hefði tekið þátt í og verkefnum Bakka- og Seljaklúbbs.
Snæddur var góður matur, sungið saman og dregið í happdrætti með veglegum vinningum.