Kynning á Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar
Gestur fundarins 12. september 2024 var Guðríður Sigurðardóttir, en hún er formaður stjórnar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Hún sagði okkur frá tilgangi sjóðsins og úthlutunarreglum og reifaði nokkrar sögur um gagnsemi hans fyrir ungar einstæðar mæður sem hafa þannig fengið tækifæri til mennta. . Í máli hennar kom fram að sjóðurinn hefur veitt um 600 styrki til rúmlega 300 kvenna. Með því að styrkja konur til náms er verið að styrkja börn konunnar og komandi kynslóðir á sama tíma. Fjármögnun sjóðsins byggist á styrkjum frá velunnurum og fjáröflun á mæðradaginn. Á vefsíðunni www.menntunarsjodur.is er hægt að fræðast meira um sjóðinn og þar eru meðal annars viðtöl við þrjá styrkþega.