Skip to main content

Kynning á sprotafyrirtækinu HEIMA

Klúbbfundurinn 13. nóvember 2023 var sameiginlegur með Árbæjarklúbbi. Gestur fundarins var Alma Dóra Ríkarðsdóttir, sem sagði frá HEIMA, íslensku sprotafyrirtæki, sem er að þróa smáforrit fyrir fjölskyldur til að hjálpa þeim að skipta heimilisverkunum jafnar á milli sín á einfaldan, skemmtilegan og jafnréttiseflandi máta. Alma Dóra er dóttir Friðbjargar Sifjar Grjetarsdóttur systur okkar. Umfjöllunarefnið fellur undir flokkinn Valdefling.
Kristín Sjöfn í Árbæjarklúbbbi sagði frá áttræðisafmælisdegi sínum og Árbæjarsystur færðu stofnfélögum sínum rósir. Góðar umræður sköpuðust, en systur drógu um sæti svo það yrði góð blanda úr hvorum klúbbi á hverju borði.

Kynning á Evolytes

Á klúbbfundi þann 11. október 2023 fengum við kynningu á sprotafyrirtækinu Evolytes.  Íris Eva Gísladóttir, rekstrarstjóri og einn af stofnendum Evolytes, sagði okkur frá fyrirtækinu og verkefnum þess.  Þetta er menntafyrirtæki sem hannar námsefni, nokkurskonar námsleik, í stærðfræði sem nýtt er gegnum netið. Umfjöllunarefni fellur undir flokkinn Menntun.

Fundurinn var jafnframt kjörfundur. Fimm gestir sátu fundinn, en systur buðu með sé r konum sem höfðu áhuga á að kynnast samtökunum.

Erla Svanhvít gerði  grein fyrir efni haustfundarins að Laugarbakka og sýndi glærur um verkefni Soroptimista og tengsl þeirra við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hún gerði jafnframt grein fyrir alþjóðaþinginu í Dublin og 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. 

Systur á haustfundi 2023

Haustfundur Landssambands Soroptimista árið 2023 var haldinn á Laugabakka 30. september. Sjö systur frá klúbbnum sóttu hann og þótti þeim hann takast afar vel.  

Heimsókn til styrktarfélags Áss

Vetrarstarf klúbbsins hófst þann 13. september 2023 með heimsókn í húsakynni styrktarfélags Áss. Þar tók á móti okkur Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri og fræddi okkur um þá umfangsmiklu starfsemi sem þar fer fram og leiddi okkur um húsnæðið sem þau hafa til umráða og er afar vel nýtt. Var mjög fróðlegt að kynnast hve mikið starf og metnaðarfullt er unnið fyrir fatlað fólk þar á bæ. Umfjöllunarefni fellur undir flokkinn Heilsa og menntun.

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur

Soroptimistasystur héldu sjálfsstyrkingarnámskeið fyir ungar stúlkur í ágúst 2023. 

Hugmyndin að verkefninu kom frá Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa sem hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur í mörg ár með góðum árangri. Bakka og Selja klúbburinn ákvað að halda sambærilegt námskeið og reynslan af því yrði svo metin.

Námskeiðið var kynnt stúlkum í  Seljaskóla og Ölduselsskóla sem voru að hefja skólagöngu í 7. bekk. Alls tóku 21 stúlka þátt í námskeiðinu sem haldið var í Seljakirkju klukkan 10-16 í ágústmánuði 2023.  Kristín Tómasdóttir sálfræðingur hélt námskeiðið en hún hefur mikla reynslu af því að halda námskeið og vinna með ungu fólki. Námskeiðið þótti takast vel og var þátttakendum að kostnaðarlausu.

Verkefnið fellur undir menntun og valdeflingu kvenna