Vorferð í Hrunamannahrepp
Vorferð klúbbsins var farin 31. maí 2023 og var mökum boðið með að venju. Dagskráin var í umsjón skemmti- og ferðanefndar.
Að þessu sinni var tekin stefna á Hruna í Hrunamannahreppi þar sem klúbbsystir okkar Sigríður Helga Olgeirsdóttur og maður hennar séra Eiríkur Jóhannsson voru búsett í tæp 19 ár. Eiríkur var leiðsögumaður í ferðinni.
Komið var við í gömlu lauginni að Flúðum þar sem systur höfðu örfund í rútunni, en fengu sér síðan hressingu, dáðust að listaverki Sigríðar Helgu á staðnum og skoðuðu laugina. Haldið var áfram að Hruna, kirkjan, safnaðarheimilið og umhverfi skoðað og sr. Eiríkur greindi frá sögu staðarins. Í lok ferðar var borinn fram kvöldverður á Hótel Fúðum þar sem hótelstýran Margrét Runólfsdóttir tók á móti okkur. Ferðanefnd er þakkað og þá sérsaklega presthjónunum sem gáfu okkur innsýn inn í sveitina sína.