Skip to main content

Jólaglaðningur í Skjólið

Þann 19. desember 2023 fóru verkefnastjórarnir okkar, þær Júlíana Erlendsdóttir og Kristín Norðfjörð, í Skjólið sem er athvarf fyrir heimilislausar konur.  Þær færðu Skjólinu snyrtivörur, 25 handprjónaða lopavettlinga hver með sérstöku mynstri, sem Kristín Sigurjónsdóttir prjónaði, handstúkur og ennisbönd, sem Barbara heklaði, ásamt konfektkassa sem forstöðukonurnar Hrönn og Rósa gætu deilt með konunum á aðventunni.

Eitt aðalmarkmið soroptimista er að vinna að bættri stöðu kvenna og samkenndin skiptir svo miklu máli því eins og stendur í ljóðinu eftir Úlf Ragnarsson, hér að neðan, getur fegursta gjöfin sem þú gefur verið gjöfin sem varla sést.

Ekki veit ég hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöfin sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.

Með þessari frétt sendum við óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.