Jólafundur klúbbsins 2023
Jólafundurinn 6. desember var með hefðbundnu sniði og sáu systur um matseldina. Gestur fundarins var María Björk Ingvadóttir frá Akureyrarklúbbnum. Hún sagði m.a. frá mótun hlutverks talskonu soroptimista og mikilvægi þess að soroptimistar láti vita af öllu því góða sem þeir vinna að.
Séra Ólafur J. Borgþórsson flutti okkur hugvekju og sungum við nokkur jólalög. Formaður bar okkur kveðju Lovísu Christiansen frá Hafnarfjarðar- og Garðabæjarklúbbi, en hún sendi okkur kver með ljóðinu Aðventuljós eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Sonur Lovísu myndskreytti og var kverið selt til styrktar Krísuvíkursamtökunum.
Systur skiptust á jólapökkum og þar með lauk síðasta fundi vetrarins.