Kynning á Evolytes
Á klúbbfundi þann 11. október 2023 fengum við kynningu á sprotafyrirtækinu Evolytes. Íris Eva Gísladóttir, rekstrarstjóri og einn af stofnendum Evolytes, sagði okkur frá fyrirtækinu og verkefnum þess. Þetta er menntafyrirtæki sem hannar námsefni, nokkurskonar námsleik, í stærðfræði sem nýtt er gegnum netið. Umfjöllunarefni fellur undir flokkinn Menntun.
Fundurinn var jafnframt kjörfundur. Fimm gestir sátu fundinn, en systur buðu með sé r konum sem höfðu áhuga á að kynnast samtökunum.
Erla Svanhvít gerði grein fyrir efni haustfundarins að Laugarbakka og sýndi glærur um verkefni Soroptimista og tengsl þeirra við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hún gerði jafnframt grein fyrir alþjóðaþinginu í Dublin og 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi.