Vinkonukvöld - Roðagyllum heiminn
Árlegt vinkonukvöld var haldið á Nauthóli mánudaginn 14. nóvember 2022.
Ingrid Kuhlman formaður LÍFS - styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans tók á móti styrk að upphæð kr 600.000 frá Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness. Styrkurinn er ágóði af árlegu kvennagólfmóti á Nesvelli og veitingasölu á Bæjarhátíð Seltjarnarness. Sólveig Pálsdóttir formaður klúbbsins ræddi um 16 daga verkefni Soroptimista og fleiri samtaka sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember og nefnist Roðagyllum heiminn, e. orange the world. Í ár verður lögð áhersla á fræðslu og forvarnir. Ingrid flutti skemmtilegt erindi sem hún nefndi Þrjár leiðir til þess að ná sér í maka.
Björn Kristinsson saxafónleikari (Bjössi sax) bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 lék nokkur djasslög.
Carla Magnússon de Jong gjaldkeri klúbbsins sá um söluvarninginn að venju.
Degið var úr fjölda glæsilegra happdrættisvinninga.
Fjöldi gesta kom með systrum, sem margar hverjar klæddust appelsínugulu í tilefni komandi 16 daga átaks.
Styrktargolfmót
„Heimskona gerist sveitakona“
„Heimskona gerist sveitakona“ nefndist fróðlegt erindi Kristrúnar Heimisdóttur lögfræðings og heimspekings um Önnu Bjarnadóttur (1897– 1994), sem var amma hennar. Steinunn Einarsdóttir klúbbsystir á Seltjarnarnesi er dóttir Önnu. Titill erindisins er sóttur í orð Önnu um ævi sína.
Anna Bjarnadóttir var brautryðjandi og frumkvöðull í námi, kennslu og kvenrnréttindabaráttu. Hún var ein af fáum konum sem í byrjun síðustu aldar gekk menntaveginn. Anna var meðal fyrstu kvenna sem lauk stúdentsprófi og síðar háskólanámi.
Anna Bjarnadóttir útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1916. Næstu þrjú árin stundaði hún nám í norrænum fræðum við Háskóla Íslands og vann á sama tíma við orðabók Sigfúsar Blöndal. Anna silgdi strax eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri til Englands og lauk háskólaprófi frá Westfield College í London árið 1922. Í Englandi tók hún virkan þátt í Alþjóðasamtökum háskólakvenna sem trúðu á mikilvægi menntaðra kvenna við að koma á friði meðal þjóða. Heim komin hélt hún háskólafyrirlestra, sex í röð um William Shakespeare. Hún var meðal stofnenda Félags íslenskra háskólakvenna síðar Kvenstúdentafélags Íslands árið 1928.
Kvennagolf 2020
Takið eftir kæru golfkonur.
Kvennagolfi Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness sem halda átti í september hefur verið aflýst til ársins 2021 vegna Covid-19.
Gaman saman
Oft er mikið um að vera hjá systrum. Farið er í kynnisferðir, lengri og skemmri ferðalög og mikil vinna er lögð í undirbúning viðburða eins og árlega golfmótið.