"Alzheimer kaffi"
Fimmtudaginn 25. maí 2023 sáu systur í Seltjarnarnesklúbbi um "Alzheimer kaffi" í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31, Reykjavík. Framtakið kom frá Kópavogskúbbi. Guðlaugur Eyjólfsson framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna ávarpaði gesti. Aðstandandi flutti erindi um Seigluna - þónustumiðstöð fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra. Seiglan er nýtt úrræði og styrkir Oddfellowreglan á Íslandi starfsemina. Kaffi og meðlæti var borið á borð. Samkomunni lauk með píanóleik og söng. Rúmlega 30 gestir mættu í kaffið.
Kaffiveitingar Glæsilegur ostabakki