Tilfinningar ljóðabók
Helsta fjáröflun soroptimistaklúbbs Selltjarnarness hefur verið sala á ljóðabókinni Tilfinningar. Ingibjörg Bergsveinsdóttir tók saman óbirt ljóð eftir móður sína Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti á Kjalarnesi (1892-1970) og vann að útgáfu. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup skrifaði formála. Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness gaf bókina fyrst út á afmælisdegi Guðrúnar 21. júní 2002. Bókin er hugsuð sem handbók fyrir þá sem vilja tjá tilfinningar sínar í ræðu eða riti, jafnt á gleði- og sorgarstundum. Bókin hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum og á árunum 2002 til 2011 voru 5000 eintök seld. Allur ágóði af sölu bókarinnar hefur runnið til styrktar verkefnum sem unnin eru í þágu einhverfra.
Ljóðabókin Tilfinningar fæst hjá Carla Magnússon og kostar 1000kr. Best er að senda skilaboð á