Skip to main content

Heimsókn í Bessastaði

Önnur mynd

Þriðja mynd

    Heimabyggð

    Klúbburinn hefur stutt ýmis verkefni á Seltjarnarnesi. Þar má helst nefna:

    • Kaup á kirkjuklukku við byggingu Seltjarnarneskirkju
    • Húsgagnakaup í sameiginlegt rými í húsum aldraðra við Skólabraut
    • Verðlaun (orðabók) fyrir góða frammistöðu í ensku í 10. bekk Valhúsaskóla
    • Íþróttastyrkur til barna á Seltjarnarnesi
    • Lesið fyrir hundinn. Verkefni á vegum félagasamtakanna VIGDÍS (Vinir gæludýra á Íslandi). Styrkur til heimasíðugerðar
    • Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 7. bekk Valhúsaskóla

        Kirkjuklukkur        

    Önnur verkefni

    Soroptimistakúbbur Seltjarnarnes hefur stutt ýmis önnur verkefni.

    • Styrkjum Lífskraft, hóp kvenna sem þveraði Vatnajökull í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir félögin Kraft og Líf
    • Þátttöku í alþjóðlegum styrktarverkefnum svo sem vatnsverkefni og ljósmæðrabúnaði
    • Bræður í Uganda voru styrktir til náms

     

    Lífskraftur

    Konur styrktar til sjálfshjálpar

    Klúbburinn hefur stutt ýmis vekefni í þeim tilgangi að styrkja konur til sjálfshjálpar.

    • Samtökin Gæfuspor voru styrkt til að fjámagna námskeið fyrir konur sem hafa búið við ofbeldi. Markmiðið var að hjálpa þeim til að koma undir sig fótunum á nýjan leik
    • „Á allra vörum“ er verkefni sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um sextán íbúðir sem ætlunin er að byggja. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra hefur verið ráðinn verkefnisstjóri. Húsnæðið er ætlað konum sem hafa verið í ofbeldissamböndum. Lögð er áhersla á að skapa heimili fyrir konur og börn en einnig verður lögð áhersla á að tryggja öryggi kvennanna.
    • Líf styrktarfélag fékk skjá í móttöku Kvennadeildar Landspítala 
    • Kvenskoðunarstóll var gefinn á Neyðarmóttöku Borgarspítalans

     Líf styrktarfélag     Vinkvennakvöld4

    Styrkur afhentur Líf styrktarfélagi 2015                       Eygló Harðardóttir

    Einhverfir og fötluð börn

    Soroptimisstakúbbur Seltjarnarness hefur lagt þunga áherslu á að styrkja einhverfa og fatlaða. Helstu verkefnin í þeim málaflokki eru:

    • Sex vikna námskeið var haldið í samstarfi við Greiningarstöð ríkisins fyrir foreldra barna sem voru nýgreind með einhverfu. Árið 2007 höfðu 12 hópar og tæplega 100 foreldrar tekið þátt í verkefninu.
    • Heitur pottur við sambýli í einhverfra í Þorláksgeisla
    • Sumardvöl fyrir fötluð börn í Reykjadal 
    • Gerð uppýsinga- og fræðslusíðu Barna- og unglingageðdeildar (BUGL), aðgengileg fyrir foreldra var styrkt með fjárframlögum
    • Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing studd með tölvukaupum

    Bugl

    Styrkur afhentur BUGL 2015