Konur styrktar til sjálfshjálpar
Klúbburinn hefur stutt ýmis vekefni í þeim tilgangi að styrkja konur til sjálfshjálpar.
- Samtökin Gæfuspor voru styrkt til að fjámagna námskeið fyrir konur sem hafa búið við ofbeldi. Markmiðið var að hjálpa þeim til að koma undir sig fótunum á nýjan leik
- „Á allra vörum“ er verkefni sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um sextán íbúðir sem ætlunin er að byggja. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra hefur verið ráðinn verkefnisstjóri. Húsnæðið er ætlað konum sem hafa verið í ofbeldissamböndum. Lögð er áhersla á að skapa heimili fyrir konur og börn en einnig verður lögð áhersla á að tryggja öryggi kvennanna.
- Líf styrktarfélag fékk skjá í móttöku Kvennadeildar Landspítala
- Kvenskoðunarstóll var gefinn á Neyðarmóttöku Borgarspítalans
Styrkur afhentur Líf styrktarfélagi 2015 Eygló Harðardóttir