Skip to main content

Heimsókn í Bessastaði

Önnur mynd

Þriðja mynd

    „Heimskona gerist sveitakona“

    „Heimskona gerist sveitakona“ nefndist fróðlegt erindi Kristrúnar Heimisdóttur lögfræðings og heimspekings um Önnu Bjarnadóttur (1897– 1994), sem var amma hennar. Steinunn Einarsdóttir klúbbsystir á Seltjarnarnesi er dóttir Önnu. Titill erindisins er sóttur í orð Önnu um ævi sína.  

    Anna_Bj.jpg     Anna Bjarnadóttir myndir                                                                                                                                 

    Anna Bjarnadóttir var brautryðjandi og frumkvöðull í námi, kennslu og kvenrnréttindabaráttu. Hún var ein af fáum konum sem í byrjun síðustu aldar gekk menntaveginn. Anna var meðal fyrstu kvenna sem lauk stúdentsprófi og síðar háskólanámi.

    Anna Bjarnadóttir útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1916. Næstu þrjú árin stundaði hún nám í norrænum fræðum við Háskóla Íslands og vann á sama tíma við orðabók Sigfúsar Blöndal. Anna silgdi strax eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri til Englands og lauk háskólaprófi frá Westfield College í London árið 1922. Í Englandi tók hún virkan þátt í Alþjóðasamtökum háskólakvenna sem trúðu á mikilvægi menntaðra kvenna við að koma á friði meðal þjóða. Heim komin hélt hún háskólafyrirlestra, sex í röð um William Shakespeare. Hún var meðal stofnenda Félags íslenskra háskólakvenna síðar Kvenstúdentafélags Íslands árið 1928. 

    Róður.jpg     Háskólakonur_funda.jpg

    Anna kenndi ensku í fyrsta útvarpi á Íslandi og var fyrsta konan sem kenndi við Menntaskólann í Reykjavík (1923 til 1931). Næstu tvo vetur kenndi hún við Flensborg í Hafnarfirði. Hafði Anna þá kynnst Einari Guðnasyni prófasti í Reykholti, sem hún giftist árið 1933 og flutti til hans í Borgarfjörð og fór að kenna við Héraðsskólann í Reykholti allt til ársins 1964. 

    Anna fékk síðan að kenna á bakslagi samtímans gegn konum á vinnumarkaði, sem lýsti sér í þróun starfsferils hennar. Hann hófst í háskóla og lauk í Héraðsskólanum í Reykholti þar sem hún var annálaður kennari og höfundur kennslubóka í ensku.

         Hér beið mín engin staða             Kristrún.jpg