Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs færir Kvennafangelsinu á Hólmsheiði gjöf

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs fór í heimsókn á Hólmsheiði og afhentu fangelsinu tvær saumavélar að gjöf ásamt saumaefni.
    Saumavélarnar munu koma að góðum notum til að bjóða fleiri föngum upp á fjölbreyttari og uppbyggilegri vinnu.soro

    Á meðfylgjandi mynd eru félagar úr Soroptimistaklúbbi Kópavogs, Margrét Frímannsdóttir, Erla Alexandersdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir og Auður Margrét Guðmundsdóttir fangavörður og verkstjóri á Hólmsheiði sem tók við gjöfinni.

    Landsátak Soroptimsta #Roðagyllum heiminn#

    Systur í Kópavogsklúbbi klæddu sig upp í appensínugulan lit á síðasta klúbbfundi til að sýna stuðning í 16 daga vitundarvakningu frá 25. nóvember til 10. desember gegn kynbundnu ofbeldi.

    Mynd frá Hólmfríður Pálsdóttir.

    Ný stjórn tekin við

    Aðalfundur var haldinn að Kríunesi mánudaginn 14. október.

    Nýjar systur komu inn í stjórnina. Næsti formaður verður Signý Þórðardóttir, Erla Alexandersdóttir varaformaður, Margrét Guðjónsdóttir ritari, Guðrún Pálsdóttir gjaldkeri og Rósa Magnúsdóttir meðstjórnandi

    stj.2d

    Continue reading

    Haustfundur að Laugarbakka

    5systur
    Fimm systur frá Kópavogsklúbbi sátu haustfund Landssamband Soroptimsta  að Laugarbakka í Miðfirði. Hefðbundin dagskrá var á laugardeginum. Margt fróðlegt kom þar fram.Verkefnastjórar, María Björk Ingvadóttir talskona SIÍ og Hildur Jónsdóttir fjölluðu um verkefni, heimsmarkmiðin og boðun. Eftir að fundi lauk var boðið upp á vinnuhópa þar sem m.a. átti að flokka verkefi klúbba eftir markmiðum Sameinuðuþjóðanna.

     

    Ný systir hjá Kópavogsklúbbi

    Á fundi Kópavogsklúbbs þann 8. apríl 2019 var ný systir, Katrín Guðmundsdóttir tekin í  klúbbinn. Klúbburinn býður hana hjartanlega velkomna.

    Á myndinni er Katrín í miðið ásamt Lilju Guðmundsdóttur og Sigríði Ingvarsdóttur frá Gravarvogsklúbbi sem báru hana upp.

     

    Mosfellsklúbbur sækir Kópavogsklúbbinn heim

    Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar sótti Kópavogsklúbbinn heim þ. 11/3 í klúbbhúsi GKG. Þar áttu systur góða kvöldstund saman við hefðbundna fundardagskrá, spjall og borðhald og hlýddu um leið á Pál Magnússon bæjarritara Kópavogs kynna heimsmarkmiðin sem Kópavogsbær hefur nú, fyrst sveitarfélaga, sett á starfsáætlun.

    Mars 2019

     Mars 2019 II         Mars 2019 III

    Continue reading