Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    16 daga átak "Þekktu rauðu ljósin" Soroptimistar hafna ofbeldi

     

    Lindakirkja

    Lindarkirkja hefur verið lýst upp í roðagylltum lit til að vekja athygli á 16 daga alþjóðlega átakinu okkar að roðagylla heiminn.   "Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi" er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember.
    Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld, en hann á að tákna bjartari framtíð.
    Markmið 16 daga átaksins að þessu sinni er að beina athyglinni að forvörnum og fræðslu og hafa Soroptimistar útbúið fræðsluefni um hinar ýmsu myndir ofbeldis sem flokka má í sex flokka:
    andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi, stafrænt ofbeldi og eltihrellir. Ekki er alltaf auðvelt að átta sig á því að um ofbeldi sé að ræða í samböndum fólks en það getur átt sér stað óháð kyni, aldri og kynhneigð.

    spjald fram

     

     

    Júní fundur í Systrabotnum

    Júnífundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin í Lækjarbotnum þar sem klúbburinn hefur oft haldið sína júnífundi. Klúbburinn hefur verið að rækta upp í  Lækjarbotnum við Selfjall frá 1993. Nokkrar myndir frá fundinum.

    systra

     

    helga

    hulda

    Landssambandsfundur 2022

    10 systur frá Soroptimistaklúbbi Kópavogs mættu á Landssambandsfund á Snæfellsnesi dagana 22. -  24. apríl 2022. 

    lands

    Inntaka nýrrar systur

    Ný systir var boðin velkomin í Kópavogsklúbbinn mánudaginn 4. apríl sl. Hún heitir Helga Björg Hallgrímsdóttir. Helga starfar sem fræðslufulltúi hjá Iðan fræðsluseti. Með henni á myndinni era Helga Björk Ragnarsdóttir, meðmælandi og Þóra Guðnadóttir formaður og Margrét Halldórsdóttir varaformaður.

    Helga

    Kirkjur í Kópavogi lýstar upp í roðagylltum lit

    Tvær kirkjur í Kópavogi hafa verið lýstar upp í roðagylltum lit til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku  í 16 daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn er litur átaksins sem táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum.Roðagylltar kirkjur í Kópavogi 002

    Septemberfundur

    Á september fundinum kveikti Soroptimistaklúbbur Kópavogs  á kertum á alþjóðlega friðardeginum og fagnaði 100 ára afmæli Alþjóðasambands Soroptimista
    Kertakveikjarar eru Elín Alma Arthúrsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Sigurrós Þorgrímsdóttir. Hafdís Karlsdóttir verðandi forseti SIE flytur framtíðarhvatningu Soroptimista: " TOGETHER AS A TEAM".
    242185013 1261067071031787 7445263020251311676 n