Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs fékk styrk frá Sorpu

    styrkurSoroptimistaklúbbur Kópavogs sótti um styrk í Góða Hirðinn/Sorpu vegna verkefnis klúbbsins Að efla ungar einstæðar mæður til sjálfshjálpar.

    Sigurrós Þorgrímsdóttir verkefnastjóri hefur haldið utan um verkefnið af mikilli nákvæmni og eljusemi og á hún miklar þakkir skilið fyrir framlag sitt til þess.
    Haldinn hafa verið nokkur námskeið í samstarfi við velferðasvið Kópavogs og hefur Lilja Bjarnadóttir verið leiðbeinandi. 
    Þann 20. desember tók Sigurrós, fyrir hönd Kópavogsklúbbs á móti 500.000 kr. styrk frá Góða Hirðinum / Sorpu vegna þessa verkefnis.

     

    Nýjar systur hjá Kópavogsklúbbi

    Á fundi Kópavogsklúbbs þann 12. nóvember 2018 voru þrjár nýjar systur teknar í klúbbinn. Klúbburinn býður þær hjartanlega velkomnar og hlakkar til samstarfs og leiks með þeim.

    thrjar nyjar systur

    Á myndinni frá vinstri eru: Ingibjörg Fjölnisdóttir hjúkrunarfræðingur, Kristín Helga Ólafsdóttir kennari og Hulda Skúladóttir kennari.

    Myndin hér að neðan var tekin við inntökuna og með nýju systurnum eru Margrét formaður, Hrafnhildur varaformaður, Anna Stella og Bára.

    thrjar systur stjorn

     

    Afhending á styrk

    Um klúbbinn

    Kópavogsklúbbur var stofnaður 4. júní 1975. Fyrsti formaður var Þorbjörg Kristinsdóttir.

    Heiðursfélagar eru 4, Þorbjörg Kristinsdóttir, Hildur Hálfdanardóttir, Sigurborg Einarsdóttir og Margrét Árnadóttir.

    Í dag eru í klúbbnum 55 konur og eru fundir haldnir annan mánudag í mánuði.

    Continue reading