Soroptimistaklúbbur Kópavogs gróðursetur í Lækjarbotnum
Júnífundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin í Lækjarbotnum þar sem klúbburinn hefur oft haldið sína júnífundi. Klúbburinn hefur verið að rækta upp í Lækjarbotnum við Selfjall frá 1993. Í ár var klúbbnum úthlutað stærra svæði við Selfjall og var ákveðið í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimistahreyfingarinnar að gróðursetja 100 tré , reynivið og birki.
Soroptimistar um allt land hafa verið að planta trjám í sinni heimabyggð til að minnast þessara tímamóta. og tengja við kvenréttindadaginn 19. júní, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og að hvatningu Alþjóðasambands Soroptimista undir kjörorðinu; „að velja að vaxa"
Signý formaður er búin að skrifa grein í Kópavogspóstinn og Kópavogsblaðið til að segja frá þessu framtaki okkar.
Vaskur hópur systra við gróðursetningu
Elstu og yngstu soroptimistasysturnar