Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi
Dagana 25. nóvember til 10. desember er alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem er leitt af Sameinuðu þjóðunum. Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, „orangetheworld en hann á að tákna bjartari framtíð.