Skip to main content

Skagafjörður

Lýtingsstaðir

Sauðárkrókur

    Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2019

     

    umhverfisverðlaun_2019.jpg

    Vinningshafar umhverfisviðurkenninga 2019: Fv. Helga Sjöfn Helgadóttir, Gunnlaugur Hrafn Jónsson, Margrét Grétarsdóttir, Páll Sighvatsson, Elínborg Bessadóttir, Vésteinn Vésteinsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir sem tók við skildinum fyrir hönd Ásdísar Sigurjónsdóttur, Herdís Sæmundardóttir, Guðmundur Ragnarsson, Ásta P. Ragnarsdóttir, Magnús Sverrissona, Laufey Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason.

    Þann 12. september voru umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar veittar í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur haft umsjón með útnefningu viðurkenningarinnar fyrir sveitarfélagið í 15 ár og eru því orðnar ansi kunnugar heimahögunum, en þær fara um allan fjörð og taka út umgengni svæða. Er það einkar ánægjulegt að sjá hve hvetjandi verkefnið er og sjá mun á milli ára til batnaðar.

    Continue reading