Skip to main content

Skagafjörður

Lýtingsstaðir

Sauðárkrókur

    Gróðursetning í tilefni 100 ára afmæli

     Í ár fagna Soroptimistar 100 ára afmæli sambandsins og í tilefni þess gróðursettu soroptimistasystur um land allt tré á sínu heimasvæði.
    Þriðjudaginn 22. júní mættu Skagafjarðarsystur í ágætis veðri, en blautu í Hólaskóg og plöntuðu 200 birkitrjám í Systralund undir stykri stjórn Erlu Bjarkar rektors og systur. Að gróðursetningu lokinni fóru systur og skoðuðu tré sem klúbburinn gróðursetti fyrir um 30 árum síðan og var virkilega gleðilegt að sjá hversu vel sá lundur hafði dafnað og gaman að sjá himin há tréin.
    Því næst fóru systur út að borða á Kaffi Hólum og nutu dýrindis veitinga og góðrar samveru.
    Það var reglulega gaman að taka þátt í þessu verkefni í tilefni afmælisins.
     
    2021 grursetning