Umhverfisverkefni Skagafjarðar
Frá árinu 2004 hefur Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar haft umsjón með útnefningu umhverfisviðurkenninga sveitarfélagsins og er þetta verkefni helsta fjáröflun klúbbsins. Fyrirkomulagið hefur verið með svipuðu sniði öll þessi ár. Klúbbsystur raða sér í 6 hópa, sem skipta með sér svæðinu frá Fljótum, inn allan Skagafjörð, fram að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga.