Skip to main content

Frásögn af fjáröflunarstarfinu

THjodarblomid verdmidi

Helstu verkefni fjáröflunarnefndar árið 2023 er sala á söluvörum klúbbsins. 

Holtasóley nælan er nú þegar komin í umboðsölu hjá Snorrastofu í Reykholti og í Lín Design á Smáratorgi og er verið að kanna hvort fleiri sölustaðir hafi áhuga að taka hana í sölu.

Ef systur hafa einhver tök eða þekkja til söluaðila endilega kannið hvort áhugi sé fyrir að styrkja við bakið á klúbbnum, nælan kostar 2500 kr og ber ekki virðisaukaskatt og fer allur ágóði til styrktar góðum málefnum.