Jólafundur Bakka- og Seljaklúbbs og ný systir
Jólafundur Bakka- og Seljaklúbbs var haldinn 5. desember. Venju samkvæmt var boðið var upp á jólaglögg og hangikjöt með tilheyrandi, systur sungu saman og skiptust á jólapökkum. Í eftirrétt var ris à l‘amande sem nokkrar systur höfðu
útbúið og áhugavert var að kanna hve margar ólíkar útfærslur eru til af þessum vinsæla rétti. Einnig gekk Linda Rós Guðmundsdóttir í klúbbinn og buðu systur hana velkomna til samstarfs. Sr. Ólafur B. Jóhannsson flutti stutt ávarp í kirkjunni og systur sungu jólalög við undirleik Sigríðar Sveinsdóttur.