Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi
Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.