Boð til Bessastaða
Í tilefni 40 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness bauð forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn til Bessastaða 13. október 2017.
Í tilefni 40 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness bauð forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn til Bessastaða 13. október 2017.
Þann 14. febúar 2019 hélt klúbburinn fund í félagsmiðstöðinni Borgum í Spönginni í boði systra í Soroptimistaklúbbi Grafarvogs. Ásdís Þórðardóttir, formaður setti fundinn. Petrína Ó. Þorsteinsdóttir (Seltjn) guðmóðir Grafarvogsklúbbsins kveikti á kertum. Margrét Guðjónsdóttir varaformaður Seltjarnarnessklúbbsins þakkaði Grafarvogssystrum boðið og færði þeim listilega ofinn dúk í litum soroptimista eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur f.v. formann Seltjarnarnessklúbbs. Margrét kveikti á kerti í minningu Þóru Óskarsdóttur, systur okkar, sem lést 26. janúar 2019.
Þann 14. janúar sl. var fundur haldinn í Veröld - Húsi Vigdísar. Valgerður Jónasdóttir viðburðastjóri sá um leiðsögn sem hófst í Vigdísarstofu þar sem hægt er að fræðast um Vigdísi forseta, störf hennar og hugðarefni. Á fundinum voru fjórar nýjar systur teknar inn í klúbbinn, þær Svetlana Björg Kostic (Ceca) launaráðgjafi, Steinunn Ásmundsdóttir ferðafræðingur, Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður og Svanfríður Franklínsdóttir skjalastjóri.
Fleiri nýjar systur:
Hulda Bryndís Sverrisdóttir safnafræðingur og Ólöf Þórarinsdóttir forstöðumaður voru teknar inn 14. febrúar 2017.
Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir fótaaðgerðafræðingur gekk í klúbbinn 11. mars 2019
Þann 2. febrúar 2019 var hjúkrunarheimilið Seltjörn vígt við hátíðlega athöfn. Öll aðstaða þar er eins og best verður á kosið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi klipptu á borðann. Soroptimistar á Seltjarnarnesi báru fram kaffiveitingar sem voru í boði Veislunnar.
Þau gáfu til hjúkrunarheimilisins Seltjarnar Þau hlutu verðlaun fyrir nafngift
Umsjón veitinga Sr. Bjarni Þór Bjarnason blessar hjúkurnaheimilið
Sólveig Pálsdóttir systir í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Seltjarnarnesklúbburinn er stoltur af sinni systur og óskar henni til hamingju með heiðurinn.