Aldarafmæli/Gjöf til Kvennaathvarfs
Klúbbsystur á Seltjarnarnesi gróðursettu nýlega tré af tegundinni Sitkaölur framan við hjúkrunarheimilið Seltjörn. Tilefnið var aldarafmæli alheimshreyfingar Soroptimista 19. júní 2021.
Við sama tækifæri afhentu klúbbsystur Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins tvær milljónir króna til kaupa á sófum fyrir nýtt áfangaheimili fyrir konur og börn sem þurfa að flýja ofbeldi.