Nýjar systur
Þann 14. janúar sl. var fundur haldinn í Veröld - Húsi Vigdísar. Valgerður Jónasdóttir viðburðastjóri sá um leiðsögn sem hófst í Vigdísarstofu þar sem hægt er að fræðast um Vigdísi forseta, störf hennar og hugðarefni. Á fundinum voru fjórar nýjar systur teknar inn í klúbbinn, þær Svetlana Björg Kostic (Ceca) launaráðgjafi, Steinunn Ásmundsdóttir ferðafræðingur, Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður og Svanfríður Franklínsdóttir skjalastjóri.
Fleiri nýjar systur:
Hulda Bryndís Sverrisdóttir safnafræðingur og Ólöf Þórarinsdóttir forstöðumaður voru teknar inn 14. febrúar 2017.
Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir fótaaðgerðafræðingur gekk í klúbbinn 11. mars 2019