Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    Febrúarfundur 2023

    Forseti Landssambandsins Sigrún Þorgeirsdóttir kom í heimsókn til Kópavogsklúbbs.  Hún sagði okkur frá því helsta sem hún vill að stjórnin beini sjónum sínum að þ.e að grunnstoðunum fjórum sem við minnumst í hvert skipti sem við kveikjum á kertum á fundum. Stjórn sambandsins ætlar  líka að leggja sérstaka áherslu á að kynna Evrópusamband Soroptimista í tilefni af því að systir okkar, Hafdís Karlsdóttir í Kópavogsklúbbi, tekur við embætti forseta þar í byrjun næsta árs. Einnig talaði hún um að einnig væri áhugi á því að kynna starfið á vettvangi Alþjóðasambands Soroptimista í tilefni af næsta heimsþingi Soroptimista í Dublin í lok júlí nk.

    Á myndinni er Sigrún Þorgeirsdóttir forseti ásamt Þóru Guðnadóttir formanni

    forsetiform

    Þrjár nýjar systur voru boðnar velkomnar í klúbbinn þær Kristín Bryndís Guðmundsdóttir, Gerður Sigurðardóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Stilltu þær sér upp í hefðbundna myndatöku með sínum meðmælendum og formanni.

     soro 14 feb