Aðalfundur 11. janúar 2023

stjorn110123Aðalfundur klúbbsins var haldinn í Hlymsdölum 11.jan 2023.  Ný stjórn tók til starfa og einnig fulltrúar og verkefnastjórar.  Eins og sjá má er þetta föngulegur hópur tilbúinn til góðra verka.

Desemberfundur - ný systir

unnur birnaÁ jólafundinum okkar í byrjun desember bættist ein ný systir í hópinn.  Hún heitir Unnur Birna Karlsdóttir. Með henni er formaðurinn okkar, Kristjana Björnsdóttir.

 

Tvær nýjar systur !

nyjar systurTvær nýjar systur voru teknar með formlegum hætti inn í klúbbinn á nóvemberfundinum.  Erla Björk Jónsdóttir og Sólveig Anna Jóhannsdóttir. Erla er 43 ára prestur, fædd og uppalin í Garðabæ og býr nú á Reyðarfirði. Sólveig Anna er fædd og uppalin í Hrísey. Sólveig býr í Fellabæ og vinnur sem leikskólaliði.

Frá vinstri: Erla Björk, Sólveig Anna og Kristjana Björnsdóttir formaður.

Vetrarstarfið hafið

Fyrsti fundur haustsins var að venju á Borgarfirði eystra. Vel var mætt og vel var tekið á móti okkur.  Farið var í heimsókn í fyrirtækið Íslenskur Dúnn, þar sem framleidd eru rúmföt úr íslenskum æðardún. Ánægjulegt að hittast aftur í raunheimum.

Jóhanna flogin suður

johannahOkkar ágæta systir Jóhanna G. Hafliðadóttir er flutt til Reykjavíkur.  Jóhanna hefur verið forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa um árabil og ötul í félagsstarfi ýmis konar. 

Hún tók virkan þátt í starfi okkar Soroptimista og komum við til með að sakna hennar mjög.

 

 

Júní fundur 2021

juni fundurSíðasti fundur klúbbsins fyrir sumarfrí var haldinn í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum þann 2. júní sl. Loksins eftir erfiðan vetur og marga tölvufundi, gátu klúbbsystur hist, fundað og borðað saman. Það var afskaplega ljúf stund og notalegt að hittast og spjalla. Eftir stuttan fund var mökum og öðrum gestum sem komu með systrum boðið í salinn og síðan var borðað en matur var pantaður frá Austur-Asíu fyrirtækinu sem starfrækt er í flugteríunni á Egilsstöðum. Afskaplega góður matur og nóg fyrir alla og vel það.

Eftir matinn steig Yvette á stokk og sagði okkur skemmtisögur af því hvernig ýmislegt getur misskilist þegar fólk flytur á milli landa og er ekki alveg búið að ná tökum á nýju tungumáli. Þá tók Jón Arngrímsson fram gítarinn og spilaði. Arna sat við tölvuna og varpaði söngtextum upp á tjald, saman gátu þannig allir sungið. Kaffi og konfekt rann ljúflega niður með söngnum sem stóð fram eftir kvöldinu.