Skip to main content

Nýr vinaklúbbur

Eftir um tveggja ára ferli höfum við eignast nýjan vinaklúbb á Írlandi, SI Drogheda. Haustið 2021 settum við okkur það markmið að eignast nýjan vinaklúbb fyrir sumarið, það gekk ekki alveg eftir en er nú í höfn og annar vinaklúbbur í sjónmáli.
Við byrjuðum á því að velja tvö lönd í könnun á meðal klúbbsystra og voru það Írland og Eistland. Vorið 2022 höfðum við valið klúbba í þessum löndum en þurftum að gefa Eistland upp á bátinn, þar sem klúbburinn þar hafði verið lagður niður. Við höfðum samband við írska klúbbinn og fengum svar sem lofaði góðu í annarri tilraun. Þá var komið fram í október og í byrjun febrúar á þessu ári fengum við loks staðfest jákvætt svar frá Drogheda. Þá tók við pappírsvinna sem ekki lauk fyrr en í haust þegar Evrópusamband Soroptimista staðfesti að vinaklúbbatengslin hefðu verið skráð formlega.

Við notuðum tækifærið í sumar þegar við fórum á heimsþing Soroptimista í Dublin og hittum formann og ritara nýja vinaklúbbsins sem var mjög gaman (sjá mynd). Eftir þingið fengum við svo boð um að stofna til vinaklúbbatengsla við annan klúbb, SI Eldoret í Kenýa. Það var samþykkt og er nú í ferli sem vonandi tekur styttri tíma en tvö ár.