• Útskriftarverðlaun

 • Könglaklenging

 • Sundlaugarlyftan

 • Plöntuflokkun

  Hvatningarverðlaun í desember 2021

  hvat22021Hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands voru afhent við útskrift nemenda ME í desember. Verðlaunin er veitt nemendum sem hafa sýnt þrautseigju og lokið námi þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á námstímanum.

  Að þessu sinni fengu verðlaunin þær Líney Petra Hugadóttir og Valdís Theódóra Ágústsdóttir.

  Desemberfundur - ný systir

  unnur birnaÁ jólafundinum okkar í byrjun desember bættist ein ný systir í hópinn.  Hún heitir Unnur Birna Karlsdóttir. Með henni er formaðurinn okkar, Kristjana Björnsdóttir.

   

  Þú og þinn styrkur 2021

  namsk1Námskeiðið Þú og þinn styrkur var haldið þ. 16. október síðastliðinn. Það er í annað sinn sem 12 ára stúlkum í Múlaþingi var boðið að taka þátt í því á vegum klúbbsins.Það var haldið í Hlymsdölum að þessu sinni og mættu 15 stúlkur úr þremur skólum. Fyrir utan okkur þrjár sem kenndum á námskeiðinu voru nokkrar vaskar systur sem sáu um veitingarnar og voru til taks ef eitthvað kæmi upp á.

  Continue reading

  Ljósaganga 2021

  Komið með !

  ljosaganga2021