Skip to main content

Blómin frá Espiflöt

Við opnun Sigurhæða

Haustkransagerð

Gróðursetning í júní

Undirritun samnings við Árborg

    Systur á Landssambandsfundi 2022

    systur á LandssambandsfundiEllefu systur lögðu land undir fót og tóku þátt í Landssambandsfundinum 2022 á Snæfellsnesi. Fundurinn tókst vel í alla staði og var öll umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar. Á fundinum var ákveðið að Soroptimistaklúbbur Suðurlands myndi halda næsta Landssambandsfund árið 2023.

    • Created on .

    Roðagyllum heiminn

    Gk bakaríSoroptimistasystur á Suðurlandi efndu til fjáröflunar í tilefni af átakinu Roðagyllum heiminn í samstarfi við GK-bakarí á Selfossi og gróðrarstöðina Espiflöt í Bláskógarbyggð. Ungu bakararnir bökuðu gómsætar múffur með appelsínugulu ganache-kremi sem seldar voru þá daga sem átakið stóð yfir, frá 25. nóvember til 10. desember. Þeir feðgar í Espiflöt framleiddu gullfallega roðagyllta blómvendi með rósum og gerberum sem soroptimistasystur seldu. Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, nutu góðs af þessu framtaki.

    • Created on .

    Þrjár nýjar systur

    Á jólafundinum 2021 gengu þær Halldóra Auður Guðmundsdóttir, Jórunn Sigríður Birgisdóttir og Þóra Þórarinsdóttir í Soroptimistaklúbb Suðurlands. Klúbburinn fagnar innkomu þessara öflugu kvenna, sem búa yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu.

    • Created on .

    Í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimistaklúbba

    199756202 10221902861632624 7158292329131473770 nÁsabrekkuskógi í Ásahreppi óx fiskur um hrygg 13. júní þegar Soroptimistasystur á Suðurlandi ásamt fylgifiskum gróðursettu þar a.m.k. 150 plöntur til að minnast 100 ára afmælis Soroptimistaklúbba.
    Brynhildur formaður bauð upp á kaffi og með því í skógarrjóðri og síðan var haldið í Vatnsholt þar sem systur héldu sinn vorfund og var endað með því að snæða dýrindis kvöldverð. Fyrsta sinn sem klúbburinn býður mökum að taka þátt og í bíl einnar systurinnar voru allir sammála um mikilvægi þess að þeir viti a.m.k. að þeir búa allir með "systrum".

    • Created on .