Norrænir vinadagar í Kaupmannahöfn 2024
Tíu systur úr Suðurlandsklúbbi sóttu heim Norræna Vinadaga í Kaupmannahöfn 30. ágúst til 1. sept. Dagskrá föstudagsins var einkar vönduð og má þar nefna gönguferð um gömlu Kaupmannahöfn, siglingu á síkjunum og veglegan kvöldverð á veitingastaðnum Halvandet sem er til húsa í gamalli byggingu, sem herinn nýtti hér á árum áður. Á laugardeginum voru haldnir fyrirlestrar á ensku um málefni sem varða konur m.a. um hvernig háttar til um réttindastöðu kvenna, um konur og frið í heiminum og konur og sjálfbærni. Voru þeir í alla staði vandaðir og innihaldsríkir enda fluttir af fólki sem stendur framarlega í réttindabaráttu kvenna. Suðurlandssystur voru að vonum ánægðar með vinadagana og ekki spillti fyrir að veðrið var yndislegt.