Í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimistaklúbba
Ásabrekkuskógi í Ásahreppi óx fiskur um hrygg 13. júní þegar Soroptimistasystur á Suðurlandi ásamt fylgifiskum gróðursettu þar a.m.k. 150 plöntur til að minnast 100 ára afmælis Soroptimistaklúbba.
Brynhildur formaður bauð upp á kaffi og með því í skógarrjóðri og síðan var haldið í Vatnsholt þar sem systur héldu sinn vorfund og var endað með því að snæða dýrindis kvöldverð. Fyrsta sinn sem klúbburinn býður mökum að taka þátt og í bíl einnar systurinnar voru allir sammála um mikilvægi þess að þeir viti a.m.k. að þeir búa allir með "systrum".
- Created on .