Afhending styrks til Kvennaathvarfsins
Á vorfundi Grafarvogssystra þann 8. júní fór fram styrkveiting til nýbyggingar Kvennaathvarfsins. Þær Sigþrúður Guðmundsdóttir og Eygló Harðardóttir tóku við gjöf Soroptimistaklúbbs Grafarvogs fyrir hönd Kvennaathvarfsins, að andvirði einni milljón. Peningagjöf þessi er til að styrkja athvarf við byggingu áfangaheimilis og stuðla þannig að nýjum tækifærum þeirra sem hafa þolað heimilsofbeldi. Á meðfylgjandi mynd eru þær Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir formaður Grafarvogssystra og Ásdís Þórðardóttir fyrrverandi formaður með þeim Sigþrúði og Eygló.