• Fyrsta mynd

  Fyrsta mynd

  20180528 193133 Grasagardurinn

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

 • 8. júní 2020

   

 • 8. júní 2020

  Grafarvogsklúbbur

  Soroptimistaklúbbur Grafarvogs var stofnaður 3. september 1994 og fagnar því 25 ára afmæli í ár.

  Fyrsti formaður var Sigríður Ingvarsdóttir og er hún enn í klúbbnum.

  Klúbburinn heldur mánaðarlega fundi annan mánudag í mánuði kl. 18:30 í Borgum í Grafarvogi. 10 fundir eru haldnir á ári og er lögð áhersla á að hafa þá fjölbreytilega. Fyrir utan almenna félagsfundi eru gestafundir þar sem klúbbar skiptast á heimsóknum, vinnustaðafundir á vinnustað systra og einn skemmtifundur er að vori þar sem gjarnan er farið út í náttúruna. Í gegnum tíðina hafa verið haldnir sérstakir fjárföflunarfundir t.d. bingó og vinkvennafundir, fræðslufundir um ýmis málefni þar sem gestir koma með uppbyggileg erindi eða systur fræða hvor aðra. Systur skiptast á að vera fundarstjórar og einnig skiptast þær á að flytja 3ja mínútna erindi á hverjum fundi . Að auki er Landssambandsfundur haldinn að vori þar sem allir klúbbar eiga fulltrúa og er jafnframt aðalfundur Soroptimistasambands Íslands og að hausti er Haustfundur sem er eins konar uppskeruhátíð þar sem konur koma saman, segja frá starfi klúbbanna, gleðjast og efla vináttu og systraþel.

  Áherslur í styrkveitingum Grafarvogsklúbbs eru að leggja fé til góðra málefna innanlands með megináherslu á heimabyggð og taka þátt í verkefnum á vegum Landssambands Soroptimista innanlands og á alþjóðavetvangi.
  Af verkefnum í heimabyggð má nefna stuðning við fötluð ungmenni í Gylfaflöt, sambýli kvenna að Vættaborgum, heimili kvenna með Alzheimer í Foldabæ ásamt fjárhagsaðstoð við fjölskyldur í hverfinu vegna sérstakra erfiðleika sem komið hafa upp. Einnig færum við formönnum nemendaráða grunnskólanna í Grafarvogi bókagjöf við útskrift að vori.

  Vinaklúbbur erlendis er Soroptimistaklúbbur í Ikast á Jótlandi og hefur hann komið tvisvar í heimsókn til Íslands og Grafarvogsklúbbur farið einu sinni í heimsókn til þeirra.

  Í dag eru 24 systur í klúbbnum og formaður er Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

  Nóvember 2019