Skip to main content

Gróðursetning

255560979 10159828029431941 234332332940525074 n

Grafarvogssystur gróðursettu  30 trjáplöntur í Gufunesi í september sl. í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðasambands Soroptimista.

Inntaka nýrrar systur

Ný systir var tekin inn í klúbbinn okkar á fundi í Borgum 10.maí.  Hún heitir Theódóra Ólafsdóttir og er meistari í hárskurði. Bjóðum við hana velkomna.

Theódóra

Marsfundur

Hildur Jónsdóttir

Hildur Jónsdóttir frá Suðurlandsklúbbi var gestafyrirlesari hjá okkur á Teams.  Hún fræddi okkur um Sigurhæðir sem er verkefni þeirra Suðurlandssystra og snýr að þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis.  Heimilið Sigurhæðir verður formlega opnað 20. mars.  Grafarvogssystur hrifust mjög af þessu verkefni.

Jólafundur

Screenshot 2020 12 09 at 22.04.38

Jólafundur Grafarvogssystra var að þessu sinni fjarfundur á Teams og vorum við flestar heima hjá okkur.  Ákveðið var að bíða með fínan mat þar til samkomutakmarkanir leyfa fleiri saman í hóp.  Systur skáluðu þó í mynd og haldið var í hefðir með að lesa jólaguðspjallið og jólasögu.  Góð mæting var á fundinum.

Servíettur nýir litir

Servíettur 6 litir

          Verð: 1.000,- pk.     20 stk í pk.

25. nóvember roðagylltur dagur

Klínik 1Klínik 2

Klínik sjúkraþjálfun, Bæjarlind 14-16 tók fullan þátt í “ Roðagyllum heiminn” í dag 25. nóvember í upphafi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Glæsileg húsakynnin voru skreytt appelsínugulum og gylltum lit og starfsfólkið, bæði lifandi og liðið, skreytti sig í sömu litum. Ein Grafarvogssystra, Ásdís Þórðardóttir vinnur á Klínik sjúkraþjálfun og tók þátt í átakinu.