Skip to main content

Kvennathvarfið - styrkur til byggingar húsnæðis

kvennaathvarfFöstudaginn 2. nóvember 2018 heimsóttu 3 systur úr Austurlandsklúbbi Kvennaathvarfið í Reykjavík og afhentu þeim styrk að upphæð 450.000 kr.  Stærsti hluti upphæðarinnar safnaðist á haustfundinum á Laugarbakka fyrstu helgina í október.

Vinningarnir voru allir gefnir af fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Umfjöllun um afhendingu lyftunnar á Austurfrétt

Fanney600Stólalyfta, gefin af Soroptimistaklúbbi Austurlands, var tekin í notkun í sundlauginni á Egilsstöðum á miðvikudag. Lyftan auðveldar mjög aðgengi fatlaðra að lauginni.

„Lyftan skiptir öllu máli fyrir fatlaða gesti sundlaugarinnar. Það er skábraut ofan í sundlaugina sjálfa en aðgengi að heitu pottunum hefur verið nánast ómögulegt nema með handafli.
Það skiptir líka máli á góðviðrisdögum að geta boðið fötluðum að vera í busllauginni,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Lyftan er færanleg og getur ýmist verið við pottana eða horni við busllaug og sundlaug. Sá sem notar lyftuna sest í stól og er síðan hífður ofan í af starfsmanni eða stýrir lyftunni sjálfur.

Continue reading

Hvatningarverðlaun 2017

Við útskrift Menntaskólans á Egilsstöðum þann 27. maí síðastliðinn veitti Soroptimistaklúbbur Austurlands hvatningarverðlaun klúbbsins í þriðja sinn. Verðlaunin eru veitt til nýstúdínu fyrir góðan árangur og seiglu í námi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Markmið með verðlaununum er að hvetja verðlaunahafa til áframhaldandi náms.
Að þessu sinni hlutu systurnar Helga Rut og Steinunn Lilja Jóhannesdætur verðlaunin.  Á meðfylgjandi mynd sést hvar Þorbjörg Gunnarsdóttir formaður afhendir þeim systrum verðlaunin.

UN Women gangan

UNW2Hér eru nokkrar myndir frá göngunni okkar í gær. Þetta var fámennur en góður hópur. 7 systur og 10 gestir. Við gengum frá kirkjunni yfir í Tjarnabrautina og niður Fagradalsbraut að Gistihúsinu. Við vöktum athygli. Það sást hvernig framhjá keyrandi bilar sneri við andlitum og spekuleraði hvaða hópur þetta nú væri Ég vil þakka þær systur sem mættu því ég hafði á tímabili verulega áhyggjur á að ég yrði ein í þessari göngu sem yrðu klúbbnum okkar mikið til skammar en svo varð ekki sem betur fer. Eins og sést á myndunum þá skartaði himininn einn af sínum fegursta appelsínugula lit.

 

Kvöldstund með Ragnhildi

RVrv2Þann 14. Þ.m. fékk Soroptimistaklúbbur Austurlands Ragnhildi Vigfúsdóttur, markþjálfa, til þess að ræða við okkur systur og gesti okkar um mikilvægi þess að hugsa jákvætt og nýta styrkleikana.

Viltu tala íslensku ?

CaptureVið höfum í samstarfi við Rauða krossinn og Bókasafn Héraðsbúa sett í gang verkefni sem miðar að því að æfa fólk með annað móðurmál að tala íslensku.  Síðasta þriðjudag hófum við starfið aftur og stefnum á að halda áfram til vors.

Viðveran er frá 17:15-18:30.