Skip to main content
  • Sá litli á Breiðinni

  • Stjórn 2018-2019

  • Fjör á fundi

  • Langisandur

    Pönnukökubakstur á Akranesi

    PönnukökumyndHin árlega pönnukökusala okkar fór fram að venju á bóndadaginn sem í ár, 2016, bar upp á 22. janúar. Við settum met þetta árið og seldum 3.486 pönnsur til82 fyrirtækja víðsvegar um bæinn.

    Vegna forfalla dreifðist vinnan á færri systur en venjulega þannig að þær sem tóku þátt bökuðu 150-180 pönnsur hver. Þetta var samt mikið fjör því kvöldið fyrir bóndadaginn lögðum við undir okkur eldhúsin á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, þar sem 4 bökuðu, og í Grundaskóla þar sem við vorum 10. Þannig að þótt þetta hafi alldeilis verið mikil vinna þá var gamanið enn meira og með góðri verkaskiptingu tók það okkur ekki nema um 5 tíma að rispa af 1800 pönnsum. Síðan var mætt eldsnemma á bóndadagsmorgunn til að setja rjóma og sykur á pönnukökurnar, pakka þeim og keyra út í fyrirtækin sem öll vildu fá þær með morgunkaffinu.

    Þessi fjáröflun gaf okkur 608.145 kr í beinan hagnað þar sem við greiddum að mestu fyrir hráefniskostnaðinn sjálfar.

    Soroptimistaklúbbur Akraness