Skip to main content
  • Sá litli á Breiðinni

  • Stjórn 2018-2019

  • Fjör á fundi

  • Langisandur

    Pönnukökubakstur 2018

    akranes 1Öflugur hópur kvenna úr Soroptimistaklúbb Akraness bakaði um 4.200 pönnukökur sem seldar voru í fyrirtæki á Akranesi og nágrenni.

    Pönnukökurnar voru ýmist sykraðar eða með rjóma og hefur framtak sjálfboðaliðanna vakið athygli.

    Allur ágóði af pönnukökusölunni fer í verkefni sem bæta stöðu kvenna í heimabyggð, heimalandi eða á alþjóðavettvangi.

    Akranesklúbburinn hefur m.a. styrkt endurhæfingahúsið Hver og námskeið í Fjölbrautaskólanum fyrir stúlkur. Einnig hafa skólabækur verið keyptar fyrir börn í Malaví, og flóttakonur frá því landi hafa einnig verið styrktar. Hús hafa verið byggð í Kenýa sem eru ætluð fyrir konur og þannig mætti lengi telja.

    Frétt af Skagafrettir.is

    Kaffihlaðborð á Vökudögum á Akranesi 2017

    Kökuhlaðborð auglýsingSvokallaðir Vökudagar hafa verið haldnir á Akranesi undanfarin ár og hefur þessi upplyfting í nóvember skammdeginu fengið góðan hljómgrunn meðal bæjarbúa. Allskyns menningar- og skemmtunarviðburðir eru í boði og nú í ár ákváðu Soroptimistrasystur á Skaganum að taka þátt og bjóða upp á kökuhlaðborð með menningarívafi:

    Við systur bökuðum að sjálfsögðu sjálfar góðgerðirnar og skiptumst á að uppvarta og vaska upp undir galvaskri stjórn fjáröflunarnefndarinnar sem á heiður skilinn alla vinnuna sem hún lagði í þetta. Skagamenn tóku einstaklega vel í þessa uppákomu okkar og röðuðu í sig kökum og kaffi undir söng og fróðleik.   Ágóðinn var því vonum framar og mun endurhæfingarhúsið Hver njóta góðs af honum, sem og klúbburinn okkar.