Pönnukökubakstur 2018
Öflugur hópur kvenna úr Soroptimistaklúbb Akraness bakaði um 4.200 pönnukökur sem seldar voru í fyrirtæki á Akranesi og nágrenni.
Pönnukökurnar voru ýmist sykraðar eða með rjóma og hefur framtak sjálfboðaliðanna vakið athygli.
Allur ágóði af pönnukökusölunni fer í verkefni sem bæta stöðu kvenna í heimabyggð, heimalandi eða á alþjóðavettvangi.
Akranesklúbburinn hefur m.a. styrkt endurhæfingahúsið Hver og námskeið í Fjölbrautaskólanum fyrir stúlkur. Einnig hafa skólabækur verið keyptar fyrir börn í Malaví, og flóttakonur frá því landi hafa einnig verið styrktar. Hús hafa verið byggð í Kenýa sem eru ætluð fyrir konur og þannig mætti lengi telja.