• Sá litli á Breiðinni

  • Stjórn 2018-2019

  • Fjör á fundi

  • Langisandur

    Kaffihlaðborð á Vökudögum á Akranesi 2017

    Kökuhlaðborð auglýsingSvokallaðir Vökudagar hafa verið haldnir á Akranesi undanfarin ár og hefur þessi upplyfting í nóvember skammdeginu fengið góðan hljómgrunn meðal bæjarbúa. Allskyns menningar- og skemmtunarviðburðir eru í boði og nú í ár ákváðu Soroptimistrasystur á Skaganum að taka þátt og bjóða upp á kökuhlaðborð með menningarívafi:

    Við systur bökuðum að sjálfsögðu sjálfar góðgerðirnar og skiptumst á að uppvarta og vaska upp undir galvaskri stjórn fjáröflunarnefndarinnar sem á heiður skilinn alla vinnuna sem hún lagði í þetta. Skagamenn tóku einstaklega vel í þessa uppákomu okkar og röðuðu í sig kökum og kaffi undir söng og fróðleik.   Ágóðinn var því vonum framar og mun endurhæfingarhúsið Hver njóta góðs af honum, sem og klúbburinn okkar.