Skip to main content

Vorferð 2019

Vorferð 2019

Stofnfélagar

    Suðurhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis fá styrk

    Keflavíkurklúbbur hefur komið að ýmsum verkefnum stórum og smáum í nær fimm áratugi. Undanfarin misseri hefur verið í býgerð að stofna miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum. Íbúar á Suðurnesjum eru ríflega 30 þúsund og þar af er um 30% íbúa með annað móðurmál en íslensku.  Árið 2023 lá það svo fyrir að stofna ætti og setja upp miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Starfsemin hefst 2024. Miðstöðin heitir því fallega nafni Suðurhlíð. Það er mikil samvinna á milli stofnana og sveitafélaganna um þessa vinnu og verkefnastjóri á vegum Ríkislögreglustjórans Sigþrúður Guðmundsdóttir stýrir teyminu við stofnun miðstöðvarinnar og fellur verkefnið undir markmiðið „öruggari Suðurnes“ sem starfshópurinn vinnur eftir. Sigþrúður starfaði áður í Kvennaathvarfinu og hitti þar Soroptimistasystur sem styrktu starfið og er hún því vel kunnug hreyfingunni. Þolendamiðstöðin Suðurhlíð verður með svipuðu formi og Bjarkahlíð, Bjarmahlíð og Sigurhæðir. Starfsemin verður í húsi Heilsugæslustöðvarinnar Höfða á Aðaltorgi í Reykjanesbæ. Það verður gott aðgengi að lögfræðingum, lögreglu, félagsráðgjöfum og hjúkrunarfræðingum eftir þörfum. Keflavíkurklúbbur afhenti Sigþrúði á vormánuðum styrk að upphæð 700 þúsund krónur sem er fjármagn sem safnaðist á Bingókvöldi klúbbsins í nóvember 2023. Suðurhlíð er fyrsta miðstöðin í þessu formi á Suðurnesjum. Soroptimisaklúbbur Keflavíkur er ákaflega þakklátur fyrir að nú verði í boði þjónusta sem þessi og sér klúbburinn fyrir sér að mögulega verði meiri stuðningur veittur í framtíðinni.

    Sudurhlid faer styrk