Keflavíkursystur roðagylla heiminn
Systur í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur lögðu mikinn metnað í að taka þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi með roðagyllingu heimsins. Til þess að gera viðburðinn sýnilegri og fá fyrirtæki og íbúa í lið með okkur, höfðum við samband við Suðurnesjamiðilinn Víkurfréttir. Úr varð að gerður var þáttur um átakið og sýndur á Hringbraut fimmtudaginn 14. nóvember. Áfram lifir hann í Suðurnesjamagasíni á vefnum vf.is. Grein upp úr þættinum var fyrir útgefið fréttablað Víkurfrétta viku síðar, fimmtudaginn 21. nóvember. Systur buðu sjóvarpsmönnum á fund með appelsínugulu þema, svo myndefnið gæti orðið roðagullið. Það tókst vel eins og sést á meðfylgjandi hópmynd sem Víkurfréttamenn tóku.
Áður en viðtal var tekið höfðu systur sent bréf til fyrirtækja og stofnana í bænum. Margir gáfu okkur jákvæð svör og hafa hafið þátttöku í verkefninu. Einhverjum þarf að ýta við sumsstaðar er appelsínuguli liturinn full daufur. En við erum þakklátar þeim sem tóku jákvætt í beiðni okkar og trúum því að verkefnið muni eflast strax á næsta ári. Systur eru þegar farnar að íhuga hvað hægt væri að gera.