Skip to main content
  • Vorferð 2019

  • Vorferð 2019

  • Stofnfélagar

    Systur gróðursetja í Njarðvíkurskógum

    Gróðursetning á afmælisdegi klúbbsins

     Soroptimistaklúbbur Keflavíkur gróðursetti á stofndegi klúbbsins 5. júní sl. alls 100 tré í Njarðvíkurskógum í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimista. Klúbburinn er fyrstur félagasamtaka til þess  að fá úthlutað reit í skóginum til gróðursetningar, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur skrúðgarðyrkjumeistara hjá Reykjanesbæ en uppbygging skógarins hefur verið í höndum Reykjanesbæjar og Skógræktarfélags Suðurnesja, sem eru samstarfsaðilar Soroptimistaklúbbs Keflavíkur við gróðursetninguna. Auk uppgræðslu gróðurs hafa útvistar- og leiksvæði verið gerð í skóginum ásamt gróðurkössum þar sem íbúum gefst kostur á að rækta eigin matjurtir. Fleiri félagasamtök hafa líst áhuga á að gróðursetja í Njarðvíkurskógum.

    Eitt af verkefnasviðum Soroptimista eru umhverfismál og líkt og hjá systrum í Kaliforníu , sem nú fagna 100 ára afmæli, hefur gróðurrækt verið áberandi í starfsemi klúbbanna. .Systur í Keflavíkurklúbbi hafa lengi gróðursett í lundi við Voga en nú var kveðið að færa sig um set í Njarðvíkurskóga og taka þátt í uppbyggingu þar. Með gróðursetningunni vilja Keflavíkursystur ekki aðeins minnast tímamótanna í starfsemi Soroptimista heldur taka þátt í uppbyggingu skóglendis og grænna svæða í nærsamfélaginu  sem er ekki síður mikilvæg fyrir kolefnisbindingu í nálægð við alþjóðaflugvöll.

    Gróðursetn3 1210x1613